Í gær, laugardag, voru þrjár ungmeyjar að taka upp kveðskap sem verður meðal þess sem mun heyrast úr turni Siglufjarðarkirkju í sumar.

Undanfarin sumur hefur verið “kveðið úr kirjuturni” eins og það er kallað, en tvisvar á dag er leikinn kveðskapur úr turninum.

Upptakan fór fram í Sæluhúsinu á Siglufirði, sem er lítið hús í miðbænum, byggt í gömlum íslenskum stíl.

Sæluhúsið á Siglufirði

Auk stúlknanna eru það félagar úr kvæðamannafélaginu Rímu sem flytja.

Frétt og myndir: Gunnar Smári Helgason