Golfmót Kaffi Klöru – 9 holu Texas scramble mót –  var haldið á Skeggjabrekkuvelli Ólafsfirði í gær 30. júní 2018.

Þátttaka var góð þrátt fyrir að veðrið væri kannski ekki það allra besta, smá rigning en vindur hægur.

Alls tóku 36 manns þátt í mótinu, sem þótti takast vel og allir glaðir. Þátttakendur komu víða að, frá Dalvík, Akureyri, Reykjavík, Neskaupsstað, Kópavogi, Ólafsfirði og voru allt frá börnum upp í fólk á tíræðisaldri.

Þetta er í fyrsta sinn sem Kaffi Klara stendur fyrir golfmóti, en þetta er samvinnuverkefni hjá Kaffi Klöru og Golfklúbbi Fjallabyggðar. Ráðgert er að mótið verði árlega.

Vegleg verðlaun voru fyrir þrjú efstu sætin, auk farand-bikara og dregið var úr skorkortum. Í 1. sæti urðu Vatnsberarnir.

Að loknu móti og verðlaunaafhendingu var svo léttur kvöldverður á Kaffi Klöru.

 

Frétt: Gunnar Smári Helgason
Myndir: Aðsent og Gunnar Smári