Hofsósskirkju voru nýlega færðar góðar gjafir þegar hjónin Guðrún Elín Björnsdóttir og Guðmundur Kristján Sigurbjörnsson ásamt föður og systkinum Guðrúnar, færðu kirkjunni að gjöf tvo blómavasa til minningar um dóttur Guðrúnar og Guðmundar, Unni Bettý, sem fórst í bílslysi þann 28. ágúst 2006, tæplega 19 ára gömul.

Björn Níelsson, faðir Guðrúnar, afhenti sr. Höllu Rut Stefánsdóttur, sóknarpresti á Hofsósi og Kristínu Bjarnadóttur, formanni sóknarnefndar, gjafirnar. Vasarnir eru gerðir úr járnviði og var það kunningi Björns sem renndi þá. Séra Halla þakkaði fjölskyldunni gjafirnar og þann hlýhug sem kirkjunni er sýndur með þeim.

Frétt og mynd: Feykir.is