Skriða er komin heim !

Súperkisan Skriða skilaði sér heim í kvöld, eftir 15 daga fjarveru !

Eigandinn, Birta Þórhallsdóttir, er að vonum fegin að sjá Skriðu sína eftir allan þennan tíma. Birta sagði í samtali við Trölla nú í kvöld að kettir eru ótrúlega lífseigir og vill hvetja fólk, sem lendir í því að kötturinn þeirra týnist, að gefa ekki upp vonina því lengi er von til þess að kisa skili sér.

Skriða hefur að öllum líkindum lokast inni einhversstaðar, því hún er orðin þvengmjó og lyktar af sagga, en er nú komin í uppáhalds sófann sinn heima.

Hægt er að fá tiltölulega ódýr GPS tæki sem setja má á dýrin, og þannig má alltaf sjá hvar þau halda sig. Engar persónuverndarhömlur þar.

Nú er Skriða búin að fá sér eitt slíkt tæki, með aukahleðslu á rafhlöðunni, þannig að vonandi týnist hún aldrei aftur.

Trölli.is óskar þeim báðum til hamingju með endurfundina.