Sjálfstæðisflokkurinn í Fjallabyggð og Betri Fjallabyggð gengu frá málefnasamningi í kvöld. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut þrjá menn kjörna með 44.66% atkvæða en Betri Fjallabyggð 2 menn kjörna með 24.61% atkvæða.

Oddvitar flokkanna þær Helga Helgadóttir og Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir undirrituðu samninginn í Ráðhúsi Fjallabyggðar núna um kl 20.  Málefnasamningurinn verður birtur eftir fund bæjarstjórnar Fjallabyggðar 13. júní.

Fjallabyggð er með einna hæst hlutfall kvenna 71% í sveitarstjórn eftir kosningarnar 2018.

Skrifað undir við trefilin sem íbúar Fjallabyggðar prjónuðu fyrir opnun Héðinsfjarðarganga

 

Mikil sátt ríkir með samninginn á milli flokkanna

 

Málefnasamningurinn

 

Þær mæðgur Erla Gunnlaugsdóttir og Hanna S. Ásgeirsdóttir

 

Tómas Atli Einarsson

 

Kosningastjóri Betri Fjallabyggðar Jón Garðar Steingrímsson og Ægir Bergsson

 

Texti: Kristín Sigurjónsdóttir
Myndir: Gunnar Smári Helgason