Sjálfstæðisflokkurinn í Fjallabyggð og Betri Fjallabyggð gengu frá málefnasamningi í kvöld. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut þrjá menn kjörna með 44.66% atkvæða en Betri Fjallabyggð 2 menn kjörna með 24.61% atkvæða.
Oddvitar flokkanna þær Helga Helgadóttir og Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir undirrituðu samninginn í Ráðhúsi Fjallabyggðar núna um kl 20. Málefnasamningurinn verður birtur eftir fund bæjarstjórnar Fjallabyggðar 13. júní.
Fjallabyggð er með einna hæst hlutfall kvenna 71% í sveitarstjórn eftir kosningarnar 2018.

Skrifað undir við trefilin sem íbúar Fjallabyggðar prjónuðu fyrir opnun Héðinsfjarðarganga

Mikil sátt ríkir með samninginn á milli flokkanna

Málefnasamningurinn

Þær mæðgur Erla Gunnlaugsdóttir og Hanna S. Ásgeirsdóttir

Tómas Atli Einarsson

Kosningastjóri Betri Fjallabyggðar Jón Garðar Steingrímsson og Ægir Bergsson
Texti: Kristín Sigurjónsdóttir
Myndir: Gunnar Smári Helgason