Slökkvilið Fjallabyggðar heimsótti á föstudaginn efstu deild leikskólans á Siglufirði til að fræða börnin um brunavarnir á heimilum og í leikskólanum.

Í vetur munu börnin fylgjast með því að brunavarnir séu í lagi bæði heima og í skólanum. Þau fengu jafnframt að sjá nýtt forvarnarefni sem slökkviliðin í landinu hafa tekið upp, auk þess að kynnast Björnis brunabangsann sem nýlega flutti til Íslands.

Myndir/Slökkvilið Fjallabyggðar