Sloppy Joe
- 600 g nautahakk
 - 1 græn paprika, skorin smátt
 - 1 laukur, skorinn smátt
 - 3 hvítlauksrif, pressuð
 - 1 bolli tómatsósa
 - 2/3 bolli vatn
 - 2 msk púðursykur
 - 1 tsk chiliduft
 - 1 tsk sinnepsduft
 - 1/2 tsk rauðar piparflögur (red pepper flakes)
 - Chili Explosion krydd (má sleppa en mér þykir það alltaf gefa hakkréttum svo gott bragð)
 - Worcestershire sósa eftir smekk
 - Tabasco sósa eftir smekk
 - Salt og pipar eftir smekk
 - 6 hamborgarabrauð
 



Brúnið nautahakkið á pönnu. Hellið fitunni af og bætið papriku og lauki á pönnuna. Steikið áfram og bætið hvítlauk á pönnuna. Hellið tómatsósu og vatni á pönnuna á hrærið öllu saman. Bætið púðursykri, chilidufti, sinnepsdufti, piparflögum, chili explosion, worcestershire sósu, tabasco sósu, salti og pipar á pönnuna. Hrærið öllu saman og látið sjóða undir loki við vægan hita í 20 mínútur.
Smyrjið hamborgarabrauðin með smjöri og steikið á pönnu (með smjörhliðina niður) þar til þau hafa fengið gyllta og stökka húð. Setjið nautahakksböndina á hamborgarabrauðin og berið fram með frönskum, salati, snakki eða því sem hugurinn girnist. Við settum ýmist sýrðan rjóma eða kokteilsósu á hamborgarabrauðin áður en nautahakksblandan fór á. Súpergott!
Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit
						
							
		
			
			
			
			

