Í gær greindist erlendur ferðamaður með staðfest smit af COVID-19. Sá fékk nei­kvætt úr sýna­töku sinni við landa­mærin en greindist í annarri sýna­töku.

Hann átti leið um norðurland með fjölskyldu sinni og er í einangrun á Akureyri og fjölskylda hans í sóttkví. Á þessari er ekki vitað frekar um ferðir fjölskyldunnar.

Lögreglan á Norðurlandi eystra gaf út eftirfarandi leiðbeiningar.

Hertar aðgerðir vegna Covid 19: Tveggja metra reglan skylda og 100 manna samkomutakmarkanir

Aðgerðir innanlands
 Takmörkun á fjölda einstaklinga sem kemur saman miðist við 100 fullorðna.
 Hvar sem fólk kemur saman og í allri starfsemi verði viðhöfð sú regla að hafa a.m.k. 2 metra á
milli einstaklinga en að sú ráðstöfun verði ekki lengur valfrjáls.
 Þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra fjarlægð milli ótengdra einstaklinga með
fjöldatakmörkun verði krafist notkunar andlitsgrímu sem hylur nef og munn. Þetta á t.d. við
um almenningssamgöngur, þ.m.t. innanlandsflug og farþegaferjur, og starfsemi s.s.
hárgreiðslustofur og nuddstofur. Andlitsgrímur sem notaðar eru utan heilbrigðisþjónustu
ættu að lágmarki uppfylla kröfur sem fram koma í vinnustofusamþykkt evrópsku
staðlasamtakanna CEN.
 Vinnustaðir, opinberar byggingar, verslanir og þjónustufyrirtæki sem eru opin almenningi
skipuleggi starfsemi sína í samræmi við ofangreint og tryggi að ekki séu fleiri en 100
einstaklingar í sama rými og að í minni rýmum séu ekki fleiri en svo að hægt sé að tryggja 2
metra fjarlægð milli einstaklinga.
 Verslanir, opinberar byggingar og þjónustufyrirtæki sem eru opin almenningi
o tryggi aðgang að handsótthreinsi fyrir almenning og starfsmenn við innganga og í
grennd við yfirborð sem margir snerta s.s. snertiskjái og afgreiðslukassa
o sinni vel þrifum og sótthreinsun yfirborða sem margir snerta eins oft og unnt er
o minni almenning og starfsmenn á einstaklingssóttvarnir með merkingum og skiltum
 Sundlaugar og veitingastaðir tryggi að gestir geti haft 2 metra bil á milli sín í öllum rýmum
með fjöldatakmörkun í samræmi við stærð hvers rýmis.
 Starfsemi sem í eðli sínu felur í sér að gestir noti sameiginlegan búnað s.s. íþróttastarf,
líkamsræktarstöðvar, spilakassar og spilasalir geri hlé á starfsemi eða sótthreinsi slíkan búnað
milli notenda.
 Söfn, skemmtistaðir og aðrir opinberir staðir geri hlé á starfsemi sé ekki hægt að tryggja að
farið sé eftir fjöldatakmörkun eða að bil milli ótengdra aðila sé yfir 2 metrum.
 Opnunartími skemmti- og vínveitingastaða verði áfram til kl. 23:00.
2
Aðgerðir á landamærum
Smitin sem nú eru í gangi hafa að öllum líkindum, byggt á raðgreiningarmynstri, borist hingað til lands
eftir að faraldur hér gekk yfir í vor og það þrátt fyrir þær aðgerðir sem gripið hefur verið til við skimun
á landamærum. Þess vegna telur sóttvarnalæknir þörf á því, meðan verið er að kortleggja útbreiðslu
smits í samfélaginu hér og til að hindra að smit berist út í samfélagið eftir fyrirsjáanlegum og
fyrirbyggjanlegum leiðum, að ráðstafanir á landamærum verði efldar.
Sóttvarnalæknir mælir með að svo stöddu að notkun tvöfaldrar sýnatöku, við komu og á degi 4-6 ef
fyrra sýnið er neikvætt, verði útvíkkuð til allra sem hingað koma frá áhættusvæðum og dvelja hér 10
daga eða lengur með ráðstöfunum í samræmi við það sem nefnt hefur verið heimkomusmitgát þar til
neikvæð niðurstaða fæst úr seinni sýnatöku.


Mynd/pixabay