Jóhann K. Jóhannsson slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð sagði í viðtali á Bylgjunni í morgun að nóttin hafi verið erilsöm vegna óveðursins.
Þar hafi meðal annars fokið tvö þök af stórum iðnaðarhúsum og þakplötur fokið í gegnum bæinn, sem skapaði töluverða hættu.
Einnig hafi aðalinngangurinn á Siglufjarðarkirkju sprungið upp.
“Þetta var löng nótt, – merkilegt við þetta var að veðrið var verra í nótt en þegar rauð viðvörun var í gildi í gær”.
Aðal verkefnin í nótt voru að fergja þakplötur sem voru fjúkandi um bæinn og menn eru í viðbragðsstöðu eftir nóttina.
Rauð viðvörun er í gildi um mest allt landið og óveðrið heldur áfram skv. Veðurstofu Íslands.
![](https://trolli.is/wp-content/uploads/2025/02/raud-vidvorun05022025.jpg)