Í gær sunnudaginn 12. júlí var hin árlega sumarmessa haldin í Knappsstaðakirkju í Fljótum

Messan hófst kl. 14 og lék Stefán Gíslason undir fyrir almennan safnaðarsöng en dóttir hans Halla Rut leiddi stundina.

Fljótamenn fjölmenntu til messu og fengu sér messukafi undir berum himni að athöfn lokinni.

Halldór Gunnar Hálfdansson tók meðfylgjandi myndir frá athöfn og mannlífi á þessum merkisdegi Fljótamanna.