Dagana 28. – 31. júlí verður boðið upp á ókeypis ritsmiðju fyrir börn á Síldarminjasafninu.

Ritsmiðjan hefst á þriðjudegi og stendur fram á föstudag. Kennsla fer fram í Bátahúsinu frá kl. 13:00 – 16:00 og er opin börnum á grunnskólaaldri. Hámarksfjöldi nemenda er tíu svo mikilvægt er að skrá þátttakendur til leiks með því að senda póst á safn@sild.is.

Nemendur fá leiðsögn í að skrifa eigin smásögu með áherslu á hrollvekju eða draugasögu sem byggir á sögu eða umhverfi Siglufjarðar og síldaráranna. Í lok námskeiðs fá nemendur tækifæri til að miðla sögum sínum á Síldarminjasafninu og mun sýningin standa yfir verslunarmannahelgina.
Allir nemendur fá bókagjöf í lok námskeiðsins.

Leiðbeinandi námskeiðsins er Markús Már Efraím, sem hefur kennt nærri þúsund börnum skapandi skrif víða innanlands og erlendis. Markús ritstýrði og gaf út bókina Eitthvað illt á leiðinni er, sem er hrollvekjusafn eftir unga nemendur hans. Markús hefur reglulega komið fram á KrakkaRÚV til að fræða áhorfendur um skapandi skrif.

Af vef Síldarminjasafnsins sild.is