Snjómokstur er hafinn í þéttbýli í Dalvíkurbyggð eftir lægðina sem gekk yfir. Unnið verður eftir mokstursplani og þeirri forgangsröðun sem þar kemur fram.
Snjómokstur í Svarfaðardal hófst um kl. 16 í gær. Byrjað var á hringnum og í kjölfarið mokað í framdölunum.
Forgangur snjómoksturs og viðmiðunarreglur eru aðgengilegar hér: https://www.dalvikurbyggd.is/is/thjonusta/umhverfi/snjomokstur
Mynd/Dalvíkurbyggð