Húnaþing vestra segir á heimasíðu sinni að áætlað sé að safna rúlluplasti vikuna 12 – 16. nóvember nk.

Þeir bændur sem óska eftir því að nýta sér þjónustuna vinsamlega tilkynni það til skrifstofu Húnaþings vestra í síma 455-2400, eða á netfangið: skrifstofa@hunathing.is,  fyrir 12. nóvember nk.

Söfnunin kemur til með að hefjast í Hrútafirði  og fikrast til austurs fram eftir vikunni eins og áður.

Frekari upplýsingar  eru hjá Gámaþjónustunni;
Páll í síma: 895-1345 eða Vilhelm í síma: 893-3858

Gámaþjónustan/Sorphreinsun Vilhelms Harðarsonar og Húnaþing vestra

 

.

 

.

 

Forsíðumynd: Kristín Sigurjónsóttir