Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg stendur fyrir sólarpönnukökusölu í Skarðsdal sunnudaginn 25. janúar næstkomandi. Salan fer fram í veitingaskálanum á skíðasvæðinu á milli klukkan 13 og 16 og er markmiðið að safna fjármagni til barna og unglingastarfs félagsins.
Á boðstólum verða ljúffengar sólarpönnukökur ásamt kaffi og kakói og er þetta kjörið tækifæri fyrir gesti að setjast niður í hlýlegu umhverfi, njóta veitinga og horfa yfir fallegt vetrarlandslagið í Skarðsdal. Skipuleggjendur vonast til að sjá sem flesta leggja leið sína í skálann og eiga notalega stund saman.
Í framhaldi af sólarpönnukökusölunni ætlar unglingahópur Skíðaborgar heimsækja fyrirtæki í bænum miðvikudaginn 28. janúar og taka niður pantanir fyrir sólardaginn sjálfan. Fyrirtæki sem hafa áhuga á að styðja við starfið og taka þátt í verkefninu eru beðin um að hafa samband.
Nánari upplýsingar veitir stjórn Skíðaborgar og er hægt að hafa samband með tölvupósti á netfangið sigloskiteam@gmail.com.
Mynd: úr safni



