Nú þegar líða fer að sumri og nokkrir afar góðir og sólríkir apríldagar hafa yljað okkur er ekki úr vegi að minna á góða sólarvörn.  Megum við alls ekki gleyma börnum sem eru með mikið viðkvæmari húð en fullorðnir og eru oft mikið úti þegar veður er gott, því er mikilvægt að passa að þau brenni ekki í sólinni. 

Höfum það í huga að besta forvörnin gegn húðkrabbameinum er að koma í veg fyrir sólbruna hjá börnum, segir á vefsíðu HSN.

Sólgleraugu eða annað sem skýlir augunum er líka mikilvægt að nefna, sérstaklega ef fólk er á ferð í snjó eða nálægt vatni en þar verður endurspeglun sólar oft mikil.  

Á www.heilsuvera.is er góð fræðsla um margt sem tengist öryggi í sólinni m.a. börnin og sólin og fróðleikur um sólarvörn.

Mynd: pixabay