Hljómsveitin Spacestation hefur gefið út lagið Loftið sem komið er í spilun á FM Trölla.

Lagið er síðasta smáskífan af væntanlegri plötu sveitarinnar, Rvk Syndrome.
Platan inniheldur 12 lög og kemur út á streymisveitum 22. mars og á vínyl í maí.
Hljómsveitin Spacestation dregur innblástur sinn úr 60’s rokki og shoegaze og hefur það að markmiði að hreyfa við áheyrendum svo þau dansi og dilli sér.
Spacestation hefur verið áberandi í íslenskri grasrót síðasta árið og hafa lögin “Í draumalandinu” og “Hvítt vín” fengið spilun og vakið athygli. Tónlistin fjallar um næturlífið, ást og önnur ávanabindandi efni.
Aðsent