Trolli.is fékk nýlega spurningu frá lesanda, undir flokknum Spurt og svarað á trolli.is.
Spurning lesandans er svohljóðandi:
“Í sambandi við greinina um Aðalgötuna þá varð mér hugsað til Nýja Bíó hússins og langar að vita hver áform eru með það sögufræga hús. Á að láta húsið bara drabbast niður eða er eitthvað plan í gangi?”
Trölli.is hafði samband við eiganda hússins sem er Arionbanki og fékk eftirfarandi svar:
“Aðalgata 30 er til sölu og ekki önnur áform í gangi hjá núverandi eiganda.“
https://www.mbl.is/fasteignir/fasteign/816043/
Á meðfylgjandi slóð segir meðal annars:
Kaupanda er kunnugt um að seljandi eignaðist hina seldu eign í skuldaskilum og að seljandi getur því ekki uppfyllt upplýsingarskildu sína. Seljandi bendir því kaupanda á að gæta sérstakrar árvekni við skoðun á eigninni og leiti sér aðstoðar sérfræðinga til að meta ástand eignarinnar. Kaupverð tekur mið af ástandi eignarinnar sem selst í því ástandi sem hún var við nákvæma skoðun kaupanda og hann sættir sig við að öllu leyti.
Mynd: áðurnefnd vefslóð.