Sriracha Sesar salat (fyrir 4-6)

  • kjúklingabringur, kryddaðar eftir smekk og eldaðar
  • Romain salat (eða Iceberg), strimlað
  • 1 askja kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
  • 1 lítill rauðlaukur, sneiddur þunnt
  • parmesan ostur
  • maldon salt og pipar

Brauðteningar:

  • 2 msk ólífuolía
  • 4 hvítlauksrif, mjög fínhökkuð
  • 1/4 tsk rauðar piparflögur (red pepper flakes)
  • 1/2 tsk salt
  • 1/4 tsk svartur pipar
  • 12 þunnar sneiðar af snittubrauði

Hitið ofn í 180° og klæðið bökunarplötu með bökunarpappír. Hrærið saman ólífuolíu, hvítlauk, rauðum piparflögum, salti og pipar. Raðið snittubrauðsneiðunum á ofnplötuna og penslið með olíublöndunni. Bakið þar til brauðið er gyllt og stökkt, það tekur um 11-12 mínútur. Takið úr ofninum og látið kólna.

Sriracha Caesar dressing (uppskriftin gefur um 2 bolla af dressingu)

  • 1 bolli majónes
  • 4 hvítlauksrif, pressuð
  • 1½ bolli fínrifinn parmesan
  • 2 msk ferskur sítrónusafi
  • 1 msk Sriracha eða eftir smekk (byrjið með 1/2 msk og smakkið ykkur til)
  • 1½ tsk Dijon sinnep
  • 1 tsk Worcestershire sósa
  • ¼ tsk maldon salt
  • ¼ tsk nýmalaður pipar

Blandið öllum hráefnum saman í matvinnsluvél eða með töfrasprota. Geymið í ísskáp þar til á að nota sósuna. Hún geymist í 2 vikur í lokuðu íláti.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit