Lagt fram erindi Júlíu Birnu Birgisdóttur, formanns sóknarnefndar Siglufjarðarkirkju á 292. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar

Sótt var um stækkun kirkjugarðs við Saurbæjarás til norðurs í samræmi við afstöðumynd af garðinum frá árinu 2009.

Skjáskot/ Kortasjá Fjallabyggðar

Nefndin samþykkti stækkun á kirkjugarði skv. áfanga 2 til norðurs í samræmi við afstöðumynd.

Nauðsynlegt er að deiliskipuleggja svæðið. Tæknideild var falið að hefja þá vinnu sem mun byggja á hönnun sem unnin var 2009.