Mælieiningar er nokkuð sem mikilvægt er að skilja og kunna að nota. Nemendur á starfsbraut í Menntaskólanum á Tröllaskaga æfðu sig á þessu í stærðfræðitíma á mánudaginn.

Meðal annars með því að raða kubbum hverjum ofan á annan og hækka þannig turninn smám saman. Þetta gekk vel en þegar hann var orðinn 2,95 m. hrundi hann. Það vantaði aðeins 5 sm. upp á að ná þremur metrum.

Í þessu verkefni reyndi á grunnþáttinn sköpun í leik sem nemendur höfðu ánægju af og kepptust við að ná sem lengst í.

Kennari í stærðfræðinni er Hólmar Hákon Óðinsson.

 

Myndir: Gísli Kristinsson