Vortónleikar Sölku kvennakórs verða haldnir í Menningarhúsinu Bergi laugardaginn 11. maí 2019 og hefjast kl. 20:30

Dagskráin verður að venju fjölbreytt þar sem auk kórsins stíga á stokk dalvískir tónlistarmenn og kórkonur koma fram með fjölbreyttan samsöng.

Miðaverð; 2.500 kr. fullorðnir og 1.000 kr. fyrir grunnskólabörn.

Miðasala er við innganginn en enginn posi er á staðnum.