Húnaþing vestra auglýsir starf byggingarfulltrúa laust til umsóknar. Um er að ræða 100% starf með starfsstöð á Hvammstanga.

Starf byggingarfulltrúa er lögbundið, sbr. 8. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010. Hlutverk hans er að veita embættinu faglega forystu og móta framtíðarstefnu innan ramma laga og reglugerða. Jafnframt að hafa eftirlit og eftirfylgni með að lögum um mannvirki nr. 160/2010, reglugerðum og öðrum lögum byggingarmála sé framfylgt.

 Starfssvið:

  • Framkvæmd skipulags- og byggingarmála.
  • Áætlanagerð og eftirfylgni, mælingar og úttektir.
  • Undirbúningur og eftirfylgni funda skipulags- og umhverfisráðs.
  • Ábyrgð á skráningu mannvirkja, úttektum, staðfestingu eignaskiptayfirlýsinga, gjaldtöku, skráningu, varðveislu og miðlun upplýsinga um mannvirki til íbúa.  
  • Samstarf við aðila utan og innan stjórnsýslunnar sem sinna verkefnum á sviði byggingarmála.
  • Önnur verkefni sem viðkomandi er falið hverju sinni og undir embættið heyra.

 Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Löggilding sem hönnuður skv. 25. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010
  • Þekking og reynsla á sviði byggingarmála
  • Þekking og reynsla af úttektum og mælingum
  • Þekking á lögum um mannvirki og byggingarreglugerð og skipulagslögum 
  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu æskileg
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar
  • Góð íslenskukunnátta og hæfni til þess að tjá sig í ræðu og riti.
  • Góð almenn tölvukunnátta.

Með umsókn skal fylgja greinargóð starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar um starfið veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri í síma 455 2400 eða á netfanginu rjona@hunathing.is.

Umsóknarfrestur er til og með 10. mars.

Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.