Haustþing Kennarasambands Norðurlands vestra (KSNV) var haldið á Hvammstanga 1. september síðastliðinn.

Sú nýbreytni var nú að allt starfsfólk skólanna var boðið velkomið til þingsins en er það tilkomið vegna samstarfs KSNV og Farskólans á Norðurlandi vestra.

Starfsfólk skóla frá Húnavatnssýslum, Skagafiðri og Fjallabyggð sem töldu um 180 manns, mætti til þingsins en þar voru erindi um karlmennskuna með Þorsteini V. Einarssyni og klámfræðsla frá Stígamótum sem Drífa Snædal stóð fyrir. Einnig voru vinnustofur þar sem ýmislegt var í boði, svo sem tækni í skólastarfi, yoga, zumba, vinaliðaleikir, læsi og samfélagslöggæsla svo eitthvað sé nefnt.

Bæði kvenfélagið á Hvammstanga og veitingastaðurinn Sjávarborg sáu þinggestum fyrir ljúffengum veitingum sem enduðiu með hátíðarkvöldverði og gleði í félagsheimilinu.

Mynd: Álfhildur Leifsdóttir.