Í ljósi fregna um bága stöðu Fjallabyggðarhafna er vert að skoða nánar þá stefnu sem Fjallabyggð kynnti árið 2022 um stefnu fyrir Fjallabyggðarhafnir fyrir árin 2022 – 2030.

Fjallabyggð kynnti nýja stefnu fyrir Fjallabyggðarhafnir í maí 2022 til ársins 2030. Markmið stefnunnar var að tryggja fjölbreytta, örugga og faglega hafnarstarfsemi sem mætir þörfum bæði íbúa og atvinnulífs í sveitarfélaginu.

Stefnan byggir á víðtæku samráði við hagaðila, atvinnulíf og íbúa. Lagt er upp með að reglulega verði endurskoðað hvernig gengur að ná markmiðum og hvernig hægt sé að bregðast við nýjum áskorunum í breyttu umhverfi.

Helstu markmið

Í stefnunni eru sett fram sex meginmarkmið fyrir Fjallabyggðarhafnir í heild, þar á meðal:

  • Að skapa sameiginlega sýn á uppbyggingu hafnarsvæðanna.
  • Að byggja áfram á jákvæðri ímynd Siglufjarðarhafnar.
  • Að Fjallabyggð verði Björgunarmiðstöð Norðurslóða í samstarfi við Landhelgisgæsluna.
  • Að sveitarfélagið verði miðstöð nýsmíði, viðgerða og orkuskipta á bátum allt að 30 tonnum.
  • Að nýta þau tækifæri sem skapast með bættum vegtengingum til og frá sveitarfélaginu.

Ólafsfjarðarhöfn

Áhersla verður á að styrkja þjónustu við fiskeldi og sjávartengda ferðaþjónustu, svo sem hvalaskoðun, sjókettlinga, kajaka og sjósund. Einnig er stefnt að því að auka trú íbúa og atvinnulífs á þeim tækifærum sem felast í uppbyggingu hafnarinnar og bæta ásýnd svæðisins.

Siglufjarðarhöfn

Markmið fyrir Siglufjörð eru meðal annars að efla þjónustu við sjávarútveg, farþegaskip, vöruflutninga og björgunarskip. Einnig er lögð áhersla á að skipulag hafnarsvæðisins stuðli að hagkvæmni og öryggi, og að fegra umhverfið í samstarfi við lóðarhafa, sérstaklega við Óskarsbryggju.

Framtíðarsýn

Framtíðarsýn Fjallabyggðarhafna er að vera leiðandi í þjónustu við sjófarendur á Norðurslóðum, byggja upp örugga og fjölbreytta starfsemi og veita framúrskarandi þjónustu.

Stefnan gildir út árið 2030 og verður tekin til endurskoðunar árlega. Hafnarstjórn leggur áherslu á að vel undirbúin stefnumótun sé lykill að því að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem felast í þróun hafna sveitarfélagsins.

Hægt er lesa ýtarlega um stefnu Fjallabyggðarhafna 2022-2030: HÉR