Steiktur fiskur með parmesanraspi
- 600-700 gr beinhreinsuð og roðlaus ýsu- eða þorskflök
- 1 ½ bolli rifinn parmesanostur
- 1 bolli brauðrasp. Best er að nota til helminga venjulegt brauðrasp og rasp úr grófu brauði (ristið brauðið, látið kolna og myljið í matvinnsluvél)
- 2 egg
- mjólk
- hveiti
- sítrónupipar
Skerið fiskinn í passlega bita. Pískið eggjunum og smá mjólk saman. Blandið saman 1 bolla af parmesan og brauðraspinu.
Veltið fiskbitunum upp úr hveitinu, síðan eggjablöndunni og að lokum parmesanraspinu. Hitið olíu og smjör saman á pönnu (passið að hafa hana ekki of heita) og steikið fiskinn á hvorri hlið þar til hann er kominn með fallegan lit. Kryddið með sítrónupipar og leggið í eldfast mót. Stráið afganginum af parmesanostinum yfir og setjið í 170° heitan ofn í nokkrar mínútur eða þar til að osturinn byrjar að bráðna.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit