Advertisement

Sterkari saman

Sterkari saman
Advertisement

Dagskrá 1. maí í Fjallabyggð með kjörorðinu ,,Sterkari saman” er eftirfarandi.

Dagskrá verður í sal félaganna, Eyragötu 24b Siglufirði milli 14:30 – 17.00

Ávarp 1. maí nefndar stéttafélaganna flytur Margrét Jónsdóttir.

Kaffiveitingar verða í boði félaganna.

Út á hvað gengur 1. maí?

Á vefsetri ASÍ (Alþýðusambands Íslands) er sagt frá því að á þingi evrópskra verkalýðsfélaga í París árið 1889 var samþykkt tillaga frá Frökkum um að 1. maí skyldi verða alþjóðlegur frídagur verkafólks.
Frakkar lögðu til að verkafólk notaði daginn til fjöldafunda til að fylgja eftir kröfum um 8 stunda vinnudag og aðrar umbætur á kjörum sínum.
Rússar lögðust gegn tillögunni. Þeir töldu að undir þeim kringumstæðum sem ríktu í Rússlandi væri ómögulegt að framfylgja henni.
Valið á þessum degi styðst við rótgróna hefð í sunnanverðri Evrópu þar sem menn tóku sér oft frí þennan dag.
Í heiðnum sið var hann táknrænn fyrir endalok vetrarins og upphaf sumarsins.
Í Skandinavíu var 1. maí fyrsti dagur sumars. Kirkjan helgaði 1. maí dýrlingnum Valborgu sem var ensk prinsessa, trúboði og abbadís í Þýskalandi.
Svíar halda enn þann dag í dag upp á Valborgarmessu kvöldið fyrir 1. maí. Árið 1923 var fyrst gengin kröfuganga á 1. maí á Íslandi.
Dagurinn varð lögskipaður frídagur á Íslandi árið 1972 en til samanburðar má geta þess að ríkisstjórn jafnaðarmanna í Svíþjóð gerði daginn að frídegi árið 1938.
Á 1. maí gengur launafólk undir rauðum fána og leikinn er alþjóðasöngur verkalýðsins, Internasjónalinn sem einnig kallast Nallinn. Sumir hugsa aðallega um Sovétríkin sálugu og alræðisvald kommúnistastjórna þegar þeir sjá fánann og heyra sönginn.
En upprunalega merking þessara tákna er fyrst og fremst krafa um breytingar og réttlátara þjóðfélag.
Rauði liturinn á fána verkalýðshreyfingarinnar táknar uppreisn gegn ranglæti. Hann þýðir að nú sé nóg komið, auk þess sem hann táknar dagrenninguna. Alþjóðasöngur Verkalýðsins var fyrst fluttur opinberlega í júlí 1888. Höfundur er Eugén Pottier en Sveinbjörn Sigurjónsson þýddi sönginn yfir á íslensku.
Lagið er eftir Frakkann Pierre Degeyter og er frá 1888. Hér er texti Nallans og geta þeir sem vilja hafið upp raust sína.
Fram, þjáðir menn í þúsund löndum,
sem þekkið skortsins glímutök!
Nú bárur frelsis brotna á ströndum, boða kúgun ragnarök.
Fúnar stoðir burtu við brjótum! Bræður!
Fylkjum liði í dag-Vér bárum fjötra, en brátt nú hljótumað byggja réttlátt þjóðfélag.
Þó að framtíð sé falin, grípum geirinn í hönd, því Internationalinn mun tengja strönd við strönd.

Heimild: Vísindavefurinn 

Myndir fengnar af vef

Advertisement

Smellið á mynd

Blika

Veðrið núna

Safn

Dagatal

November 2024
S M T W T F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
2 Shares
820 views
Share via
Copy link