Dagskrá 1. maí í Fjallabyggð með kjörorðinu ,,Sterkari saman” er eftirfarandi.
Dagskrá verður í sal félaganna, Eyragötu 24b Siglufirði milli 14:30 – 17.00
Ávarp 1. maí nefndar stéttafélaganna flytur Margrét Jónsdóttir.
Kaffiveitingar verða í boði félaganna.
Út á hvað gengur 1. maí?
Frakkar lögðu til að verkafólk notaði daginn til fjöldafunda til að fylgja eftir kröfum um 8 stunda vinnudag og aðrar umbætur á kjörum sínum.
Rússar lögðust gegn tillögunni. Þeir töldu að undir þeim kringumstæðum sem ríktu í Rússlandi væri ómögulegt að framfylgja henni.
Valið á þessum degi styðst við rótgróna hefð í sunnanverðri Evrópu þar sem menn tóku sér oft frí þennan dag.
Í heiðnum sið var hann táknrænn fyrir endalok vetrarins og upphaf sumarsins.
Í Skandinavíu var 1. maí fyrsti dagur sumars. Kirkjan helgaði 1. maí dýrlingnum Valborgu sem var ensk prinsessa, trúboði og abbadís í Þýskalandi.
Svíar halda enn þann dag í dag upp á Valborgarmessu kvöldið fyrir 1. maí. Árið 1923 var fyrst gengin kröfuganga á 1. maí á Íslandi.
Dagurinn varð lögskipaður frídagur á Íslandi árið 1972 en til samanburðar má geta þess að ríkisstjórn jafnaðarmanna í Svíþjóð gerði daginn að frídegi árið 1938.
En upprunalega merking þessara tákna er fyrst og fremst krafa um breytingar og réttlátara þjóðfélag.
Rauði liturinn á fána verkalýðshreyfingarinnar táknar uppreisn gegn ranglæti. Hann þýðir að nú sé nóg komið, auk þess sem hann táknar dagrenninguna. Alþjóðasöngur Verkalýðsins var fyrst fluttur opinberlega í júlí 1888. Höfundur er Eugén Pottier en Sveinbjörn Sigurjónsson þýddi sönginn yfir á íslensku.
sem þekkið skortsins glímutök!
Nú bárur frelsis brotna á ströndum, boða kúgun ragnarök.
Fúnar stoðir burtu við brjótum! Bræður!
Fylkjum liði í dag-Vér bárum fjötra, en brátt nú hljótumað byggja réttlátt þjóðfélag.
Þó að framtíð sé falin, grípum geirinn í hönd, því Internationalinn mun tengja strönd við strönd.
Heimild: Vísindavefurinn
Myndir fengnar af vef