Félagar í Markaðsstofu Ólafsfjarðar tóku sig til í dag undir kjörorðinu “Hreysti og hreinsun” og þrifu bæ og fjörur í bænum.

Margt um manninn og góð stemning í hópnum.

Gott framtak hjá þessum fríða hóp

Að lokinni hreinsun tók mannskapurinn sig til og kveikti varðeld niður í fjöru og fengu sér hressingu.

Frábært framtak sem heppnaðist vel . Næst á að hittast laugardaginn 5. maí kl. 10.00 og er mæting við sundlaugina.

Rusl hreinsað úr fjörunni

Frétt og myndir fengin af: facebooksíðu Markaðsstofu Ólafsfjarðar