Ofnbökuð fetaostídýfa með kirsuberjatómötum

Setjið heilan fetakubb í eldfast mót. Sáldrið smá ólífuolíu yfir og kryddið með oregano.

Skerið kirsuberjatómata í tvennt og raðið yfir ostinn og í kringum hann ef það er pláss í eldfasta mótinu. Setjið að lokum smá tabaskó sósu yfir allt.

Bakið við 180° í 20-30 mínútur, eða þar til ídýfan lítur vel út.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit