Þorrablót Skálarhlíðar á Siglufirði var haldið 26. janúar með glæsibrag.

Góður matur frá Fiskbúð Fjallabyggðar var á borðum.

Mögnuð skemmtiatriði sem slógu í gegn hjá gestum eins og upplestur tengdur þorranum, Eva Karlotta fór á kostum, Siglósport sá um tískusýningu og svo var vel heppnaður spurningaleikur.

Eins og sjá má á myndum sem Sveinn Snævar Þorsteinsson tók á þorrablótinu var það vel heppnað og skemmtu veislugestir sér konunglega.

Myndir/Sveinn Snævar Þorsteinsson