Nú er nokkuð hvasst á Norðurlandi og vindhviður geta verið varasamar. Mikilvægt er að festa alla lausamuni og annað sem getur fokið.
Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði stendur vaktina, en þegar þetta er ritað hafa þeir farið í tvö minni háttar verkefni á Siglufirði.
Það er óeigingjarnt starf sem björgunarsveitir landsins vinna fyrir samborgarana, í sjálfboðavinnu, jafnt á nóttu sem degi.

Björgunarsveitin Strákar, nokkrir björgunarsveitarmenn nýkomnir úr verkefni.