Mæðgurnar Herdís Sigurjónsdóttir og Ásdís Magnea Fjelsted sátu í makindum sínum og horfðu á tónlistaþátt með hljóðið hátt sillt í sjónvarpinu.

Rétt fyrir 01:00 í nótt varð Ásdís Magnea þess vör að hanskaklædd hönd hafði fært gluggatjöldin til og við blasti dökkklæddur maður sem lét sig hverfa á örskotshraða út í myrkrið þegar hún argaði ,,VODDAFOKK” í skelfingu sinni. Hafði hann þá opnað gluggan upp á gátt, augljóslega til að skríða inn.

Herdís og Ásdís Magnea

Þess má geta að þær mæðgur höfðu opnað gluggan til að lofta út.

Herdís skrifaði færslu á facebook um lífsreynslu þeirra mæðgna af uppákomunni í nótt, í þeim tilgangi að vara aðra við.

“Rétt àðan (aðfaranótt miðvikudags) reyndi hettu- og hanskaklæddur einstaklingur að fara inn um glugga hjá okkur hér á laugarveginum á Siglufirði. Án nokkurra hljóða galopnaði hann gluggann þar sem við vorum að horfa á sjónvarpið og dró gardínurnar hægt frá, en snarhætti við og hljóp á brott þegar Ásdís Magnea Erlendsdóttir Fjeldsted kom auga á hann og gargaði ,,VODDAFOKK!?!’’.

Í viðtali við Trölla.is lýsir Herdís óhug yfir atvikinu og hvetur alla að vera á verði því nú sé það nágrannavarslan sem gildi því nokkuð ljóst sé að svona bíræfnir einstaklingar láti eflaust ekki staðar numið hér.

Læsið hurðum og lokið gluggum. Þið viljið ekki fá svona óboðna gesti í heimsókn segir Herdís að lokum. Þær tilkynntu málið strax til lögreglu.

Opnaði gluggann upp á gátt

Þetta er önnur nóttin í röð sem innbrotsþjófur leitar uppi opin hús á Siglufirði og lætur greipar sópa.

Sjá frétt: ÓBOÐINN GESTUR FÓR INN Í HÚS Á SIGLUFIRÐI Í NÓTT


Lögreglan á Norðurlandi vestra vil ítreka við íbúa Fjallabyggðar að huga að verðmætum sínum og geyma slíka hluti ekki fyrir allra augum.

Ennfremur að læsa húsum sínum og geymslum vegna ítrekaðra þjófnaða og innbrota á svæðinu.

Málin eru í vinnslu og vonandi tekst okkur að upplýsa þessa þjófnaði en kæru íbúar Fjallabyggðar, verið á varðbergi.

Þjófurinn leitar allra ráða til að komast inn í hús á Siglufirði