Í maí hófust strandblaksæfingar fyrir börn á vegum Blakfélags Fjallabyggðar. Veður var með ágætum til æfinga, þó hitastigið væri ekki mjög hátt var sólríkt og tiltölulega stillt.
Æft er í tveimur hópum 3. – 5. bekk og 6. – 10. bekk og eins brugðu börnin í Frístundinni, 1. og 2. bekkur, sér á strandblaksvöllinn þegar veður leyfði.
Eldri iðkendur hafa svo einnig verið nokkuð duglegir að nýta völlinn og þar má sjá nokkur ný andlit sem eru að uppgötva þessa skemmtilegu íþrótt.
Myndir frá æfingum barnanna eru frá Blakfélagi Fjallabyggðar.
Myndir: Frétta- og fræðslusíða UÍF
·