Fasteignamiðlun kynnir eignina Suðurgata 39, 580 Siglufjörður, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 213-0882 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Eignin Suðurgata 39 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 213-0882, birt stærð 55.7 fm.

Nánari upplýsingar veitir Arndís Erla Jónsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 6907282, tölvupóstur arndis@fasteignamidlun.is.

Nýlega er búið að taka nánast allt húsið í gegn þá helst rafmagn að hluta, vatnslagnir, skólp, frárennsli og innréttingar.  
Eignin er stærri en fermetrafjöldi gefur til kynna þar sem að efsta hæð er undir súð og kjallari er ekki í löggildri lofthæð. Kjallarinn býður upp á mikla möguleika sjá má tillögu með teikningum. Gólfflötur mið-hæðar er 40.9 fm. 
Húsið er staðsett í hjarta bæjarins með gullfallegu útsýni. Garðurinn er fallegur og býður upp á mikla möguleika en lóðin rúmar 290,0 m²

Eignin hefur verið mikið uppgerð síðastliðin tvö ár þar á meðal var eldhús rýmið stækkað og algjörlega endurgert. Nýjar flísar og skápur í forstofu. Inngangur inn í eldhús og stofu var hvort tveggja opnað og er því mikið flæði og birta á miðhæðinni.
Nýir snjall rofar og snjall tenglar eru á mið og efstu hæð. Rafmagn var tekið í gegn. Nýjar vatns lagnir ásamt skólpi og frárennsli.
Gólfefni á mið hæð var tekið upp og undirefni jafnað. Gamlar gólffjalir voru lagðar aftur niður síðan pússaðar, hvíttaðar og lakkaðar.
Upprunalegt gólfefni á efstu hæð en það var einnig pússað, hvíttað og lakkað.
Baðherbergi á efri hæð var algjörlega endurgert ásamt skiptingu á gólfborði.
Nýir skápar undir súð á allri efri hæð. Stigi upp á efstu hæð teppalagður. Gólf og loftlistar frá sérefni á mið og efstu hæð.

Anddyri: Gengið er inn í eignina á miðhæð í flísalagt anddyri sem skartir spænskum flísum og stóru opnu skápa rými í “Mud Room“ stíll eins og það kallast. Í Anddyrinu er einnig aðgangur í gólfi niður í stóran opin kjallara og stigi upp á efri hæð en miðhæðin samanstendur af anddyri, opnu eldhúsi og stofu innan við eldhús.

Eldhús hefur alfarið verið endurgert. Settar voru beinhvítar Ikea innréttingar með góðu skúffuplássi, en svo rýmið nýttist sem best voru settir skúffu skápar niður við gólf sem nýtast svo einnig sem bekkir til setu. Gömul sögn er að eldhúsið sé hjarta heimilisins en það er akkúrat þannig í þessu tilfelli því miðpunktur hússins er eldhúseyjan sjálf en á henni er ofninn og helluborðið. Eldhústækjum hefur alfarið verið skipt út og sett ný, s.s. eldavél, ofn, uppþvottavél innbyggður ísskápur ásamt vask og blöndunartæki. Innréttingin ásamt blöndunartækjum eru í gamaldags stíl svo það tóni við hönnun hússins.

Stigi upp á efri hæð er teppalagður með filt teppi

Efsta hæð eignarinnar er að hluta til undir súð og samanstendur af litlum gang, baðherbergi og tveimur svefnherbergjum. Skipt hefur verið um einangrun og gips plötur af hluta til. Gólfefni á efri hæð er upprunalegt en hefur verið pússað, hvíttað, lakkað og kíttað með acryl á milli. Skipt var um einangrunina undir allri súð, lokað með gipsi og skápar fyrir.

Baðherbergi var tekið alfarið í gegn. Einangrunar gips og Fibo plötur frá ÞÞorgríms lagðar. Gólfið var rifið svo sást milli hæða og því alfarið lagt nýtt gólfborð. Vatnsheldur skraut dúkur var síðan lagður á gólfið og nýjir skápar settir undir súð með góðu skúffuplássi. Nýr sturtubotn ásamt nýjum blöndunartækjum bæði í sturtu og vask. Ikea innrétting með vask. Skipt var um allar lagnir vatnslagnir og pípulagnir.

Svefnherbergin eru rúmgóð og björt, með góðu skápaplássi/hillum, skúffum og hengi undir súð. Annað herbergið er lagt með fallegu veggfóðri frá Sérefni.

Kjallari er hrár og hefur ekki verið mikið gert þar. Steyptur kjallari með sérútgangi. Kjallari býður upp á mikla möguleika til að setja jafnvel tvö auka herbergi og góða þvotta aðstöðu með geymslu og gang.

Húsið er staðsett í hjarta bæjarins með gullfallegu útsýni. Garðurinn er fallegur og býður upp á mikla möguleika en lóðin rúmar 290,0 m²

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi – 0,4% – 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.

Fasteignamiðlun ehf. – Grandagarður 5 – 101 Reykjavík – Arndís Erla Jónsdóttir löggiltur fasteignasali