Súkkulaðikaka í steypujárnspönnu
Ef þið eigið ekki steypujárnspönnu þá er hægt að nota eldfast mót eða venjulegt kökuform.

  • 100 g smjör
  • 1 dl hveiti
  • 3 dl sykur
  • 3 msk kakó
  • 2 tsk vanillusykur
  • 1/2 tsk salt
  • 3 egg

Bræðið smjörið. Blandið þurrefnunum saman og hrærið þeim út í smjörið. Hrærið eggjunum saman við og hellið deiginu í steypijárnspönnu. Bakið við 175° í um 15 mínútur. Gerið súkkulaðikremið á meðan.

 

.

 

Súkkulaðikrem

  • 200 g mjólkur- eða rjómasúkkulaði, gjarnan með hnetum í (ég var með mjólkursúkkulaði með salthnetum í)
  • 1 dl rjómi

Bræðið súkkulaði og rjómi saman í potti. Hellið blöndunni yfir kökuna þegar hún kemur úr ofninum. Látið standa í smá stund (þannig að mesti hitinn rjúki úr henni) en berið kökuna fram meðan hún er ennþá heit/volg með ís og jafnvel auka súkkulaðisósu.

 

.

 

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit