Botn

  • 200 g smjör
  • 4 egg
  • 5 dl sykur
  • 2 tsk vanillusykur
  • ¼ tsk salt
  • 1 dl kakó
  • 3 dl hveiti

 Ofanbráð

  • 200 g gróft kókosmjöl
  • 1 dl síróp
  • 2 dl sykur
  • 1,5 dl rjómi
  • 75 g smjör

Hitið ofninn í 200°. Bræðið smjörið og leggið til hliðar. Hrærið egg og sykur saman. Hrærið vanillusykri, salti og kakói saman við. Bætið hveiti og bráðnu smjörinu saman við og hrærið þar til deigið verður slétt.

Klæðið skúffukökuform með bökunarpappír og setjið deigið í formið. Bakið í miðjum ofni í 15 mínútur.

Á meðan kakan er í ofninum er ofanbráðin gerð. Setjið síróp, sykur, rjóma, smjör og kókosmjöl  í pott við meðalháan hita. Látið smjörið bráðna og blandið vel saman. Sjóðið í 5 mínútur.

Þegar kakan hefur verið í ofninum í 15 mínútur er hún tekin út og ofanbráðin smurð varlega yfir. Að því loknu er kakan sett aftur í ofninn og bökuð áfram í 10 mínútur eða þar til hún hefur fengið fallegan lit.  Kakan geymist í frysti í allt að 6 mánuði og  þá getur verið sniðugt að skera hana í sneiðar og raða í plastbox með smjörpappír milli laga áður en kökunni er stungið í frystinn.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit