Súkkulaðimús með bismark (fyrir 8)
- 150 g súkkulaði með bismark (gott frá Nóa Síríus)
- 50 g suðusúkkulaði
- 4 eggjarauður
- 5 dl rjómi
Bræðið súkkulaðið í örbylgjuofni eða yfir vatnsbaði. Látið það kólna aðeins áður en eggjarauðum er hrært saman við. Hrærið þar til blandan er orðin slétt (ef hún verður kekkjótt eða of þykk er smá rjóma hrært saman við).
Þeytið rjómann en alls ekki of stífann. Hrærið léttþeyttum rjómanum saman við súkkulaðiblönduna í smáum skömmtum með sleikju. Hrærið blöndunni varlega saman þar til hún hefur blandast vel.
Látið súkkulaðimúsina standa í ísskáp þar til hún hefur stífnað. Berið fram með berjum og jafnvel þeyttum rjóma.
Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit