Súkkulaðimús með Oreo og sætum rjóma (uppskrift fyrir 5)
Það sem þarf er:
- súkkulaðimús
- 2,5 dl rjómi
- 2 msk flórsykur
- 12 Oreo kex
Gerið súkkulaðimús (uppskriftin er í slóð hér að ofan, hún er einföld og góð) og leggið til hliðar.
Þeytið rjóma og flórsykur saman og leggið til hliðar.
Myljið Oreo kexið í matvinnsluvél eða með öðrum hætti.
Setjið súkkulaðimús í botn á glasi eða skál, rjóma yfir og síðan Oreo mulning. Setjið síðan annað lag af súkkulaðimús, rjóma yfir og endið á Oreo.
Geymið í ísskáp þar til borið fram.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit