Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir hefur nýlokið námi sínu í miðlun og almannatengslum við Háskólann á Bifröst og rannsakaði fyrir lokaverkefni sitt áhrif síldarstúlkna á jafnréttis- og kjarabaráttu kvenna .

Sjálf er Hanna Sigga af síldarstúlkum komin – og bregður sér sjálf í líki einnar slíkrar á reglulegum síldarsöltunum á planinu við Róaldsbrakka og stendur rannsóknarefnið henni því nærri.

Áhugasamir eru hvattir til að sækja fundinn, sem fer fram laugardaginn 5. nóvember kl. 13:00 í Bátahúsi Síldarminjasafnsins.