Á sprengidaginn, þann 21. febrúar verður haldin átveisla í félagsheimilinu Ketilási í Fljótum.

Á boðstólum verður saltkjöt, baunir og annað tilheyrandi.

Til að tryggja að nóg sé í pottunum þarf að skrá mætingu í tölvupósti á netfangið nemo@gav.is eða á Facebooksíðu viðburðarins.

Hægt verður að grípa í spil að áti loknu og eiga notalega stund. Sjoppa á staðnum.

Verð 3.000 kr. fyrir fullorðna og 1.500 kr. fyrir grunnskólabörn. Frítt fyrir börn á leikskóla aldri. Pastaréttur einnig í boði fyrir börnin.

Athugið að ná þarf lágmarksþátttöku svo veislan verði haldin.

Nemendur unglingastigs GaV halda viðburðinn.