Á fundi bæjarráðs Fjallabyggðar 25.10.2022 var samþykkt tillaga um að reglulegri flöggun við stofnanir Fjallabyggðar við andlát og útfarir íbúa verði hætt frá og með 1. janúar 2023. Frá og með þeim tíma verður íslenska fánanum flaggað við stofnanir Fjallabyggðar á opinberum fánadögum.

Tillagan er til komin til að samræma hefðir innan sveitarfélagsins, en misræmi hefur verið í þeim á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar.