Fimmtudaginn 19. júlí verður haldin sumargleði í SR-Bygg á Siglufirði frá kl. 12:00 – 17:00

Grillað verður í hádeginu fyrir gesti og gangandi og heyrst hefur að meistari Magnús, verslunarstjóri í SR-Bygg verði með grilltangirnar. Einnig ætlar FM Trölli að skreppa við og spjalla við gesti og starfsfólk í beinni útsendingu.

Boðið verður upp á flott tilboð af völdum vörum eins og garðvörum, grillvörum, útimálningu, viðarvörn, penslum, reiðhjólavörum, veiðivörum og gjafavörum.

Það verður skemmtileg sumarstemming í SR-Bygg þar sem flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á tilboði.

 

Frétt: Kristín Sigurjónsdóttir