Í vikunni var undirritaður samningur milli Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar um gagnkvæma viðurkenningu á kortum íþróttamiðstöðva sveitarfélaganna.
Samningurinn felur í sér að korthafar í einu sveitarfélagi geta framvegis nýtt kortin sín í sundlaugum hins sveitarfélagsins án aukakostnaðar. Þetta eykur aðgengi íbúa að sundlaugum svæðisins og stuðlar að auknu samstarfi og samvinnu sveitarfélaganna.
Rétt er að taka fram að samkomulagið nær eingöngu til sundlauga – líkamsræktaraðstaða íþróttamiðstöðvanna fellur ekki undir samninginn.
Með þessari samvinnu er stigið jákvætt skref í þá átt að efla þjónustu við íbúa beggja sveitarfélaga og stuðla að meiri hreyfingu og vellíðan.
Mynd/Fjallabyggð