Framkvæmdir við endurbyggingu þaks sundlaugarinnar á Siglufirði hófust í byrjun júlí og áætlað var að þær stæðu fram á haust.
Bæjarstjóri greindi frá stöðu mála á fundi bæjarráðs 21. ágúst og kom þar fram að vegna aukinna framkvæmda mun opnun sundlaugar frestast til 15. september.
Um er að ræða umfangsmikið verkefni þar sem nauðsynlegt var að reisa vinnugólf í sundlauginni sjálfri til að unnt væri að vinna að endurbótum á þaksperrum og klæðningu, bæði að innanverðu og utan.
Mynd/Fjallabyggð