Íþróttamiðstöð Siglufjarðar hefur verið lokuð vegna viðhalds frá mánudeginum 21. október sl.
Viðgerðir gengu vel og var opnað í gær, mánudaginn 28. október stundvíslega kl 6:30.
Vilmundur Ægir Eðvarðsson, einn af fastagestum sundlaugarinnar var ánægður með þær endurbætur sem hafa átt sér stað og sagði “Sundhöll Siglufjarðar opnar eftir viðhald, nýtt gólfefni í sturtuklefa, ný lýsing í sundlaug og ormurinn langi mættur á vegginn fagna”.
Vilmundur Ægir tók meðfylgjandi myndir í gær.






Myndir/Vilmundur Ægir Eðvarðsson