Sveppapasta
- 250 g sveppir
- 1 laukur
- 2 hvítlauksrif
- 2 msk ólívuolía
- ½ bolli vatn
- 1 ½ bolli rjómi
- 1 kjúklingateningur
- gott salt og nýmalaður pipar
Sjóðið spaghetti fyrir 4-5 samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu.
Skerið sveppina í tvennt, saxið laukinn og hvítlaukinn. Hitið 2 msk ólívuolíu á pönnu og látið sveppina og laukana steikjast við miðlungsháan hita (ég notaði stilligu 7 af 9) þar til laukurinn er orðinn mjúkur. Hellið vatni og rjóma yfir og setjið kjúklingatening út í. Látið sjóða við vægan hita í 5 mínútur. Smakkið til með salti og pipari.
Hellið vatninu af spaghettíinu (geymið ca ½ bolla af vatninu) og blandið spaghettíinu saman við sveppasósuna. Setjið smá af spaghettívatninu saman við og hrærið vel saman.
Berið fram með ferskrifnum parmesan osti og brauði.
Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit