Á dögunum talaði undirrituð við vinkonu sína á áttræðisaldri sem sagðist hafa lent í svikahröppum á facebook, þeir þóttust vera vinkona hennar.

Hún tapaði um hálfri milljón á þessum samskiptum og næst sú upphæð ekki til baka, né facebook síðan sem var hökkuð og er notuð enn í þágu glæpamannanna.

Þeir nota þessar aðferðir, að senda skilaboð, biðja um símanúmer og síðan áframhaldandi samskipti. Skilaboð 1. komu í vikunni og skilaboð 2. fyrir um mánuði og svaraði undirrituð þeim til baka með fölsuðu símanúmeri til að athuga hvað glæpamennirnir skrifuðu til að komast yfir bankareikning og facebooksíðuna.

Sjá samskiptin hér að neðan.

Passið ykkur vel á skilaboðum, dularfullum vinabeiðnum á öllum samfélagsmiðlum, skilaboðum frá bönkum og póstinum svo eitthvað sé nefnt. Þessar glæpamenn virðast sitja um grandalausa eins og púkinn á fjósbitanum.

Skilaboð 1.

Skilaboð 2.

Forsíðumynd/pixabay