Lögreglan vill vara við svikatölvupósti sem er í gangi þar sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, er ranglega titluð sendandi póstsins og lítur hann út fyrir að koma frá ríkislögreglustjóra.
Þessi tölvupóstur er ekki frá ríkislögreglustjóra og vill lögreglan brýna fyrir fólki að svara ekki póstinum né opna viðhengið sem honum fylgir.
Jafnframt er minnt á mikilvægi þess að skoða alla tölvupósta vel og ekki opna viðhengi eða hlekki ef þið teljið tölvupóstinn grunsamlegan.