Þar sem Íslenska gámafélagið notast nú við bíl með tveimur hólfum verður hér eftir almennt sorp og lífrænt losað á sama tíma og pappi og plast á sama tíma. Af þessum sökum færist lífræn hreinsun, sem átti að vera í næstu viku, fram í þessa viku. 

Lífrænt sorp verður losað einu sinni í mánuði og aðeins fyrr að þessu sinni og er síðan á sömu tíðni eins og hefur verið.

Sorphirðudagatal verður svo endurskoðað í samráði við Fjallabyggð fyrir komandi ár.

Breytt sorphirðudagatal október – desember 2023