KF sótti KV heim í vesturbæinn í 6. umferð 3. deildar mánudaginn 10. júní. KF tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu 2-1 og er í þriðja sæti deildarinnar á eftir KV og Kórdrengjum.

KV og KF hafa spilað þó nokkuð marga leiki gegn hvort öðru og hafa liðin spilað 10 leiki gegn hvort öðru síðan 2011 og þar hefur KF unnið 4, KV unnið 5 og einu sinni hafa liðin gert jafntefli. Á síðasta tímabili unnu bæði lið sinn heimaleik 2-0.

Forsíðumynd: Guðný Ágústsdóttir
Skjáskot: Úrslit.net