Rabarbarapæ

  • 500 gr rabarbari (ég nota hann frosinn og læt hann ekki þiðna áður)
  • 2 msk kartöflumjöl
  • 0,5 – 0,75 dl kanilsykur

Deig

  • 3,5 dl hveiti
  • 1 dl kókosmjöl
  • 1 dl sykur
  • 150 gr smjör eða smjörlíki

Hitið ofninn í 200°. ­Skerið ­rabarbarann í 1/2 cm ­þykkar sneiðar og leggið í botninn á eldföstu móti. Stráið kartöflumjöli og kanilsykri yfir.
Blandið hveiti, sykri og kókosmjöli í skál. Skerið smjörið í litla bita og bætið í skálina. ­Blandið smjörinu saman við þurr­efnin með höndunum þar til það myndast litlir kögglar og gróf mylsna. Dreifið deiginu yfir rabarbarann og bakið í miðjum ofni í u.þ.b. 20 mínútur.

.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit